fös 19. október 2018 18:42
Ingólfur Páll Ingólfsson
Þýskaland: Rúrik og félagar völtuðu yfir Ingolstadt
Rúrik var í byrjunarliði Sandhausen í dag.
Rúrik var í byrjunarliði Sandhausen í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúrik og félagar í Sandhausen áttu frábært kvöld þegar liðið mætti FC Ingolstadt á heimavelli en liðið hefur byrjað tímabilið í þýsku B-deildinni erfiðlega.

Rúrik var í byrjunarliði Sandhausen og spilaði allan leikinn þegar liðið vann öruggan 4-0 sigur. Andrew Wooten kom heimamönnum yfir strax á 7. mínútu leiksins úr vítaspyrnu og þannig var staðan í hálfleik.

Denis Linsmayer skoraði annað mark Sandhausen á 66. mínútu og Fabian Schleusener skoraði tvö mörk undir lok leiks. Sandhausen er í 16. sæti af 18 liðum með 8 stig eftir leik dagsins en FC Ingolstadt er á botninum með 5 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner