Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. febrúar 2023 19:04
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool er ekki til sölu
Mynd: Getty Images

John Henry eigandi Liverpool FC segir að félagið sé ekki til sölu þrátt fyrir ýmsar sögusagnir sem eru á sveimi.


Fenway Sports Group, sem er í eigu Henry, keypti Liverpool fyrir rúmum áratugi síðan og tilkynnti í nóvember að félagið væri í leit að nýjum eigendum. Núna greinir Henry frá því að félagið sé ekki til sölu, heldur aðeins hluti þess. Liverpool er í leit að góðum fjárfesti sem gæti keypt hlut í félaginu.

Tom Werner, forseti Fenway Sports Group og stjórnarformaður Liverpool, viðurkenndi fyrir áramót að Liverpool gæti verið selt í heild sinni.

Er Liverpool til sölu? „Nei," svaraði Henry í viðtali við Boston Sports Journal sem fór fram í gegnum vefpóst. „Við erum að ræða við nýja fjárfesti varðandi LFC. Þar gæti eitthvað gerst en félagið verður ekki selt."

Bandaríska körfuboltastjarnan LeBron James á 2% hlut í Liverpool, sem hann keypti fyrir 4,7 milljónir punda árið 2011. LeBron hefur síðan þá keypt sig inn í Fenway Sports Group, sem á einnig hafnaboltafélagið vinsæla Boston Red Sox

Fenway Sports Group hefur verið í viðræðum við Morgan Stanley og Goldman Sachs í leit sinni að nýjum fjárfesti fyrir Liverpool.

Sjá einnig:
Tilbúnir að hlusta á tilboð í Liverpool
Formaður Liverpool: Erum að skoða það að selja félagið


Athugasemdir
banner