Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 20. október 2018 10:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Chelsea og Man Utd: Martial og Morata byrja
Martial byrjar.
Martial byrjar.
Mynd: Getty Images
Morata er fremstur hjá Chelsea.
Morata er fremstur hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Það er sannkallaður stórleikur í ensku úrvalsdeildinni klukkan 11:30. Chelsea fær Manchester United í heimsókn.

Fótbolti.net ætlar að vera með beina textalýsingu frá leiknum. Smelltu hér til að skoða hana.

Þetta er fyrsti leikur eftir landsleikjahlé en það er nóg af leikjum í dag. Í heildina eru átta leikir á þessum laugardegi.

Chelsea hefur farið frábærlega af stað á þessu tímabili og er með 20 stig fyrir leikinn gegn United í dag. Man Utd er með 13 stig í áttunda sæti en liðið vann Newcastle í síðustu umferð, eftir að hafa lent 2-0 undir. Leikurinn endaði 3-2.

Mikið hefur verið rætt og skrifað um framtíð Jose Mourinho, stjóra Man Utd og fyrrum stjóra Chelsea. Hann er eflaust staðráðinn í að fara á sin gamla heimavöll í dag og sækja ekkert minna en þrjú stig.

Hjá Chelsea byrjar Alvaro Morata sem fremsti maður en Olivier Giroud er á bekknum. Annars er liðið frekar hefðbundið miðað við hvernig það hefur verið í upphafi tímabils. Ross Barkley byrjar á varamannabekknum.

Jose Mourinho kemur nokkuð á óvart í liðsvali sínu. Hann byrjar með Juan Mata fyrir miðju að því virðist. Hann virðist byrja með Mata á miðjunni ásamt Matic og Pogba. Marcus Rashford og Anthony Martial byrja báðir þennan leik.

Búist var við því að Ander Herrera myndi byrja þennan leik en hann byrjar á bekknum ásamt Fred, Andreas Pereira og Alexis Sanchez.

Byrjunarlið Chelsea: Kepa, Azpilicueta, Luiz, Rudiger, Alonso, Jorginho, Kante, Kovacic, Willian, Morata, Hazard.
(Varamenn: Caballero, Fabregas, Barkley, Pedro, Giroud, Zappacosta, Cahill)

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Young, Lindelof, Smalling, Shaw, Pogba, Matic, Mata, Rashford, Lukaku, Martial.
(Varamenn: Romero, Bailly, Sanchez, Pereira, Fred, Herrera, Darmian)

11:30 Chelsea - Manchester United (Stöð 2 Sport)
14:00 Bournemouth - Southampton
14:00 Cardiff - Fulham
14:00 Manchester City - Burnley (Stöð 2 Sport)
14:00 Newcastle - Brighton
14:00 West Ham - Tottenham (Stöð 2 Sport 4)
14:00 Wolves- Watford
16:30 Huddersfield- Liverpool (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner