Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. október 2018 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dortmund búið að greina Barca frá áætlunum sínum
Mynd: Twitter
Borussia Dortmund hefur greint Barcelona frá því að félagið ætli sér að nýta kauprétt sinn á sóknarmanninum Paco Alcacer. Þetta hefur framkvæmdastjóri Barcelona staðfest.

Alcacer hefur verið í láni hjá Dortmund frá Barcelona á tímabilinu og staðið sig með mikilli prýði. Hann er búinn að vera iðinn við kolann í Þýskalandi og hefur skorað sjö mörk í fjórum leikjum.

„Borussia Dortmund hefur nú þegar greint okkur frá því að þeir ætli sér að kaupa hann," sagði Oscar Grau, framkvæmdastjóri Barcelona. Þetta kemur fram á vefmiðlinum Goal.com.

Alcacer er nú þegar kominn með jafnmörg mörk í fjórum leikjum fyrir Dortmund og hann skoraði á öllu síðasta tímabili fyrir Barcelona.

Talið er að Alcacer gæti kostað Dortmund allt að 30 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner