lau 20. október 2018 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes keyrði á gangandi vegfaranda - Ekki alvarlegt
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, lenti í því óheppilega atviki þegar hann var á leið heim frá æfingu á fimmtudag að keyra á gangandi vegfaranda.

Hannes leikur með Qarabag í Aserbaídsjan en félagið sendi frá sér yfirlýsingu eftir þetta atvik.

Hannes var á leið heim frá æfingu en samkvæmt yfirlýsingunni fór vegfarandinn yfir götu þegar hann átti ekki að gera það.

Hannes fór út úr bílnum og aðstoðaði manninn, sem er samkvæmt aserskum fjölmiðlum fæddur árið 1955. Eftir að hafa rætt við lögreglumenn fór Hannes heim á leið.

Maðurinn slasaðist ekki alvarlega en Qarabag hefur sent batakveðjur á manninn.

Hannes gekk til liðs við Qarabag í sumar en hann hefur verið inn og út úr liðinu í upphafi tímabils.

Sjá einnig:
Hannes um dvölina í Aserbaídsjan: Hann róterar markvörðum
Athugasemdir
banner
banner
banner