lau 20. október 2018 08:45
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Íslenskt boltahringborð og Chelsea umræða á X977 í dag
Þátturinn er 12-14 á laugardögum.
Þátturinn er 12-14 á laugardögum.
Mynd: Fótbolti.net
Elvar Geir og Tómas Þór standa vaktina í hljóðveri X977 í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag. Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.

Enski boltinn verður til umfjöllunar og mun Chelsea fá sviðsljósið. Jóhann Már Helgason, umsjónarmaður cfc.is, verður á línunni eftir að hádegisleik Chelsea og Manchester United lýkur.

Helstu umræðumál íslenska fótboltanns verða krufin. Þórir Hákonarson, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ, mætir við hringborðið. Staða íslenskra félaga, Laugardalsvöllur og málefni KSÍ verða meðal annars til umræðu.

Þá verður einnig rætt um íslenska landsliðið.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner