lau 20. október 2018 09:15
Elvar Geir Magnússon
Martial ætlar að fara - Pogba velkominn til Juve
Powerade
Pogba og Martial koma við sögu í slúðrinu.
Pogba og Martial koma við sögu í slúðrinu.
Mynd: Getty Images
Icardi er á blaði hjá Chelsea.
Icardi er á blaði hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Martial, Pogba, Under, Hazard, Mourinho og fleiri í safaríkum slúðurpakka á laugardegi.

Anthony Martia (22) framherji Manchester United ætlar að yfirgefa félagið en hann verður samningslaus eftir tímabilið. (Mirror)

Tottenham og Juventus eru meðal félaga sem vilja fá Martial en hann hefur hafnað fjölda samningstilboða frá United. (RMC Sport)

Giorgio Chiellini (34) hefur sagt Paul Pogba (25), miðjumanni Manchester United, að hann sé velkominn aftur til ítalska félagsins. (Mirror)

Chelsea mun reyna að fá nýjan sóknarmann í janúar eftir að hafa misst þolinmæðina gagnvart Alvaro Morata (25). (Sun)

Manchester City hefur hafið viðræður við Leroy Sane (22) um nýjan samning við félagið, þrátt fyrir að Þjóðverjinn eigi tvö og hálft ár eftir af núgildandi samningi. (Telegraph)

Arsenal er í lykilstöðu til að krækja í tyrkneska landsliðsmanninn Cengiz Ünder (21) hjá Roma. Þessi sóknarleikmaður hefur einnig verið orðaður við Bayern München. (Forza Roma)

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, vildi ekki tjá sig um ummæli föður Andreas Christensen (22) sem sagði að sonur sinn þyrfti að yfirgefa Chelsea nema hann fengi meiri spiltíma. (Times)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, telur að betri varnarleikur liðsins hafi dregið úr sóknarmættinum. (Guardian)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, trúir því að Eden Hazard muni hjálpa Chelsea að verða Englandsmeistari á þessu tímabili. (Daily Star)

Real Madrid er tilbúið að selja Marco Asensio (22) en sagt er að Liverpool og Chelsea gæti haft áhuga. (Marca)

Chelsea vill fá Mauro Icardi (25) frá Inter í stað Alvaro Morata. Þá er Patrick Cutrone (20) hjá AC Milan ódýrari kostur. (Sun)

Alex Sandro (27), varnarmaður Juventus, hefur ekki framlengt samning sinn vegna deilna um launatölur. Hann var orðaður við Paris St-Germain og Manchester United í sumar. (Calciomercato)

Jose Mourinho segir að sér hafi sárnað sú gagnrýni sem hann og leikmenn hans hafa fengið. (Sky Sports)

Nicolo Barella (21), miðjumaður Cagliari, segir að hann elski enska boltann. Arsenal ku hafa áhuga á ítalska landsliðsmanninum og þá gætu Manchester United og Liverpool reynt að fá hann. (Mirror)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að erfiðasta ákvörðun sín á ferlinum hafi verið að taka Joe Hart (31) úr liðinu. Hart mætir Manchester City með Burnley í dag. (Mirror)

Eric Abidal, yfirmaður fótboltamála hjá Barcelona, mun leita að tímabundinni lausn ef miðvörðurinn Samuel Umtiti (24) þarf að fara í aðgerð á hné. (Marca)

Fyrrum vængmaður Newcastle, Chris Waddle, segir að stuðningsmenn muni sýna Rafael Benítez skilning ef hann yfirgefur félagið. (Newcastle Chronicle)

Lucas Moura (26), brasilíski sóknarleikmaðurinn hjá Tottenham, segir að fótboltinn hafi bjargað sér frá glæpalíferni. (London Evening Standard)

Harry Redknapp (71), fyrrum stjóri Tottenham, ætlar að taka þátt í raunveruleikasjónvarpsþáttum sem gerast í ástralska frumskóginum. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner