Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 20. október 2018 21:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Spánn: Messi skoraði og meiddist í sigri Barca
Messi skoraði á 13 mínútu en þurfti svo að fara af velli vegna meiðsla á 26. mínútu.
Messi skoraði á 13 mínútu en þurfti svo að fara af velli vegna meiðsla á 26. mínútu.
Mynd: Getty Images
Barcelona 4 - 2 Sevilla
1-0 Philippe Coutinho ('2 )
2-0 Lionel Andres Messi ('13 )
3-0 Luis Suarez ('63 , víti)
3-1 Pablo Sarabia ('79 )
4-1 Ivan Rakitic ('88 )
4-2 Luis Muriel ('90 )

Það var mikið skorað þegar Barcelona og Sevilla mættust í lokaleik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni.

Heimamenn byrjuðu leikinn mjög vel og voru komnir í 2-0 forystu þegar 13. mínútur voru liðnar af leiknum með mörkum frá Philippe Coutinho og Lionel Messi, sá síðarnefndi þurfti að fara af velli vegna meiðsla á 26. mínútu.

Staðan 2-0 í hálfleik og Luis Suarez bætti við þriðja marki heimamanna á 63. mínútu úr vítaspyrnu.

Gestunum í Sevilla tókst að koma boltanum í netið á 79. mínútu en það gerði Pablo Sarabia og staðan orðin 3-1, ef Sevilla menn töldu sig eiga einhverja von um að ná í stig þá gerði Ivan Rakitic út um þær vonir á 88. mínútu þegar hann skoraði fjórða mark Barcelona.

Luis Muriel minnkaði muninn í 4-2 í uppbótartíma en nær komust gestirnir ekki og 4-2 sigur heimamanna í Barcelona niðurstaðan sem eru nú komnir á topp spænsku úrvalsdeildarinnar.



Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 29 22 6 1 64 20 +44 72
2 Barcelona 29 19 7 3 60 34 +26 64
3 Girona 29 19 5 5 59 34 +25 62
4 Athletic 29 16 8 5 50 26 +24 56
5 Atletico Madrid 29 17 4 8 54 34 +20 55
6 Real Sociedad 29 12 10 7 42 31 +11 46
7 Betis 29 10 12 7 34 33 +1 42
8 Valencia 28 11 7 10 32 32 0 40
9 Getafe 29 9 11 9 37 42 -5 38
10 Villarreal 29 10 8 11 47 51 -4 38
11 Las Palmas 29 10 7 12 29 32 -3 37
12 Osasuna 29 10 6 13 33 43 -10 36
13 Alaves 29 8 8 13 26 35 -9 32
14 Mallorca 29 6 12 11 25 35 -10 30
15 Vallecano 29 6 11 12 25 38 -13 29
16 Sevilla 29 6 10 13 36 44 -8 28
17 Celta 29 6 9 14 32 44 -12 27
18 Cadiz 29 3 13 13 20 40 -20 22
19 Granada CF 28 2 8 18 30 58 -28 14
20 Almeria 29 1 10 18 28 57 -29 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner