lau 20. október 2018 07:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Stjarna Mainz segir Thiago Silva besta varnarmann heims
Niakhate er efnilegur varnarmaður.
Niakhate er efnilegur varnarmaður.
Mynd: Getty Images
Stjarna Mainz, Moussa Niakhate segir að Thiago Silva, leikmaður PSG sé besti varnarmaður í heimi.

Niakhate var á láni hjá Metz á síðasta tímabili þar sem hann fékk að kynnast frönsu úrvalsdeildinni. Þessi 22 ára gamli leikmaður er nú að spila í þýsku úrvalsdeildinni en hefur ekki gleymt því hvernig það var að mæta Silva.

„Jafnvel þótt að varnarmenn eigi að skora meira, vera ákveðnari er mikilvægast að verjast vel. Og að mínu mati er Thiago Silva sá sem að verst best. Einn á einn er hann algjört skrímsli,” sagði Niakhate.

„Ég er knattspyrnuaðdáandi, ég horfi mikið á fótbolta í sjónvarpinu. En ég mun ekki spila augnablik aftur til þess að sjá hvernig hann gerir hluti. Ég geri það í mínum eigin leikjum.”

„Ég horfi á leikina sem áhorfandi jafnvel þó að ég fylgist vel með bestu leikmönnunum. Hvort sem það er Silva í Frakklandi, varnarmenn Juventus, Virgil Van Dijk hjá Liverpool eða Cesar Azpilicueta hjá Chelsea þá horfi ég á alla leikmennina, það veitir mér innblástur en ég einbeiti mér að sjálfum mér.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner