Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. október 2018 23:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Wagner ósáttur: Augljós hendi
Mynd: Getty Images
David Wagner og lærisveinar hans í Huddersfield fengu Liverpool í heimsókn í kvöld þar sigruðu gestirnir 0-1.

Wagner var allt annað en sáttur með dómara leiksins Michael Oliver að hann hafi ekki dæmt vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar boltinn fór í höndina á leikmanni Liverpool innan vítateigs.

„Ég skil ekki enn afhverju það var ekki dæmd vítaspyrna þegar boltinn fór í höndina á leikmanni Liverpool, ég hef ekki enn rædd þetta við dómarann."

„Þetta var augljós hendi og boltinn breytti um stefnu þegar hann fór í höndina á honum og boltinn barst því ekki til Laurent Depoitre. Þetta var hendi og hefðum við fengið vítaspyrnu hefði það getað breytt leiknum."

„En ef við tölum um leikinn sjálfann þá voru þeir í vandræðum með okkur, við náðum að gera þeim erfitt fyrir og getum tekið margt jákvætt úr þessum leik," sagði Wagner sem er í erfiðum málum með Huddersfield en þeir eru í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner