Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 21. mars 2021 21:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jordan Brown lendir á Íslandi í vikunni
Mynd: Getty Images
Enski sóknarmaðurinn Jordan Brown er að koma til Fylkis en þetta staðfesti Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari liðsins, í samtali við Fótbolta.net í gær.

Áður hafði verið greint frá því í hlaðvarpsþættinum Dr Football að Brown væri á leið í Árbæinn.

„Við erum að fá Jordan Brown. Hann lendir einhvern tímann í vikunni," sagði Atli og bætti við að hann væri annars mjög sáttur með leikmannahópinn.

Brown er 24 ára gamall en hann hefur í vetur spilað með Aalen í fjórðu efstu deild í Þýskalandi. Brown spilaði bæði með yngri liðum Arsenal og West Ham á sínum tíma.

Árið 2015 spilaði Brown með West Ham í Evrópudeildinni en hann var síðar lánaður til Chelmsford City í ensku utandeildinni.

Brown spilaði með varalið Hannover og um skamman tíma með Znojmo í B-deildinni í Tékklandi áður en hann fór til Cavalry í Kanada árið 2019. Þar spilaði hann í tvö ár í úrvalsdeildinni í Kanada og skoraði sjö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner