Man Utd þreifar á leikmönnum Palace - Osimhen bíður eftir tilboði frá Arsenal - Fulham reynir við Smith Rowe
   þri 21. maí 2024 20:49
Brynjar Ingi Erluson
Fær ekki mikinn pening til að eyða í nýja leikmenn
Mynd: EPA
Enska blaðið Daily Mail fullyrðir að Erik ten Hag, stjóri Manchester United, fái aðeins 35 milljónir punda til að eyða í leikmenn í sumarglugganum, en sölur leikmanna eru ekki teknar með inn í dæmið.

Manchester United missti af Meistaradeildarsæti á þessu tímabili og er útlit fyrir að liðið verði ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð.

Til þess að komast í Evrópudeildina þarf liðið að vinna nágranna sína í Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins, en sá leikur fer fram á Wembley um helgina.

Daily Mail segir að buddan verði ekki stór hjá Ten Hag í sumarglugganum en hann fær um 35 milljónir punda til að eyða frjálslega á markaðnum.

Þar er auðvitað ekki tekið inn í mögulegar sölur á leikmönnum en Sir Jim Ratcliffe, nýr hluteigandi í félaginu, hefur lofað endurbyggingu.

Raphael Varane, Jonny Evans, Tom Heaton og Anthony Martial yfirgefa allir félagið þegar samningur þeirra rennur út, en fleiri leikmenn gætu yfirgefið félagið.

Ten Hag þarf að selja leikmenn til að styrkja budduna en félagið álitur sem svo að flestir leikmenn liðsins séu fáanlegir fyrir rétt verð.

Aðeins þrír leikmenn eru ósnertanlegir en það eru þeir Alejandro Garnacho, Rasmus Höjlund og Kobbie Mainoo.

Svo er annað mál hvort þetta verði vandamál Ten Hag eða einhvers annars, en ensku blöðin hafa greint frá því að það sé alls ekki öruggt að hann verði áfram stjóri félagsins á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner