Man Utd þreifar á leikmönnum Palace - Osimhen bíður eftir tilboði frá Arsenal - Fulham reynir við Smith Rowe
   þri 21. maí 2024 15:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Finn fyrir miklum vilja innan hópsins að gera eitthvað sérstakt"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og Fótbolti.net greindi frá fyrir helgi hefur Hólmar Örn Eyjólfsson skrifað undir nýjan samning við Val. Hann er nú samningsbundinn liðinu út tímabilið 2026.

Hann er fyrirliði liðsins og hefði fyrri samningur runnið út eftir þeta tímabil. Miðvörðurinn er 33 ára og er fyrrum landsliðsmaður. Hann gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2022 eftir þrettán ár sem atvinnumaður erlendis.

Valur tilkynnti um framlenginguna á samningnum í dag.

Af hverju ákvað Hólmar að framlengja við Val?
„Það er fyrst og fremst vegna þess að ég upplifi marga spennandi hluti innan félagsins. Að mínu mati hefur Valur tekið mörg skref í rétta átt undanfarið og ég vil vera hluti af því," sagði Hólmar við undirskrift.

Hólmar verður 34 ára í ágúst segir líkamann líka vera í flottu standi.

„Svo hef ég bara mjög gaman af því að spila fótbolta og elska að mæta á æfingar og spila með þessum strákum.“

Björn Steinar Jónsson varaformaður knattspyrnudeildar Vals er ánægður með framlenginguna við fyrirliðann. „Það var aldrei spurning í okkar huga að endurnýja samninginn við Hólmar. Hann er mikill leiðtogi hjá okkur og hefur vaxið með hverju árinu hér í því hlutverki. Hólmar Örn verður lykilmaður hjá okkur hér að Hlíðarenda næstu árin.“

Hvernig horfir Hólmar sjálfur á framhaldið í Val?
„Ég horfi björtum augum á framtíðina í Val enda margt áhugavert í gangi. Ég tel okkur vera með mjög sterkt lið og það er frábær umgjörð í kringum liðið. Ég finn fyrir miklum vilja innan hópsins að gera eitthvað sérstakt, skila góðum frammistöðum og vinna titla fyrir Val,“ sagði Hólmar Örn að lokum.

Hólmar verður líklega í eldlínunni í kvöld þegar Valur mætir uppeldisfélagi Hólmars, HK, í Bestu deildinni. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram í Kórnum.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 8 1 1 25 - 10 +15 25
2.    Breiðablik 10 7 1 2 24 - 12 +12 22
3.    Valur 9 5 3 1 18 - 9 +9 18
4.    FH 9 4 2 3 16 - 16 0 14
5.    ÍA 9 4 1 4 18 - 13 +5 13
6.    Fram 9 3 4 2 12 - 12 0 13
7.    Stjarnan 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
8.    KR 8 3 2 3 15 - 14 +1 11
9.    Vestri 9 3 1 5 11 - 20 -9 10
10.    HK 9 2 1 6 8 - 17 -9 7
11.    KA 9 1 2 6 13 - 23 -10 5
12.    Fylkir 9 1 1 7 12 - 25 -13 4
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner