Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   fim 21. júlí 2016 07:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Markvörður Liverpool spilaði sem sóknarmaður og fékk 10
Shamal George, markmaður úr unglingastarfinu hjá Liverpool spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í gær.

Það er kannski ekki frásögufærandi, fyrir utan þá staðreynd að hann spilaði sem framherji en Liverpool var þá búið með sínar skiptingar og kom hann inná í staðin fyrir Lucas sem meiddist.

Liverpool vann leikinn 2-0 með mörkum frá Marko Grujic og Alberto Moreno en Moreno skoraði úr víti. Heimasíðan, Liverpol Echo, gaf leikmönnum Liverpool einkunnir eftir leik en George fær 10 fyrir sinn leik.

„Unglingurinn spilaði sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu sem útispilari! Hann fær 10 bara fyrir það. Frábær fyrsti leikur og Moreno hefði átt að leyfa honum að taka vítið," stóð í einkunnargjöf síðunnar.


Athugasemdir