Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. október 2018 12:50
Arnar Helgi Magnússon
Allt í himnalagi á milli Martial og Mourinho
Miklir félagar segir Martial
Miklir félagar segir Martial
Mynd: Getty Images
Anthony Martial leikmaður Manchester United gerði bæði mörk liðsins gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Lokatölur í leiknum 2-2 en jöfnunarmark Chelsea kom á 96. mínútu leiksins en það gerði Ross Barkley.

Framtíð Martial hjá United hefur mikið verið undanfarin ár en raddirnar urðu enn háværari í sumar þegar Mourinho gagnrýndi Martial að yfirgefið United þegar þeir voru staddir í æfingaferð í Bandaríkjunum til þess að vera viðstaddur fæðingu barnsins síns.

Martial hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við félagið en talið er að United hafi boðið honum þriggja ára samning og væna launahækkun.

Martial slær á þær sögusagnir um að hann og Mourinho séu ósáttir.

„Til að byrja með þá hefur aldrei verið illt á milli mín og José. Samband okkar er eins og hvert annað samband á milli leikmanns og þjálfara. Ég vona að það haldi áfram og geri ekkert nema gott fyrir United," segir Martial.

Umboðsmaður Martial segir að hann vilji fara til liðs þar sem hann fær að byrja leiki. Spurning hvort að staða hans hjá United hafi breyst eftir frammistöðuna gegn Chelsea.

Manchester United mætir Juventus á þriðjudaginn í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner