sun 21. október 2018 10:00
Arnar Helgi Magnússon
Mourinho reynir að sannfæra stjórnarmenn United
Powerade
Kalidou Koulibaly, leikmaður Napoli. Mourinho er hrifinn af honum.
Kalidou Koulibaly, leikmaður Napoli. Mourinho er hrifinn af honum.
Mynd: Getty Images
Malcom er orðaður við Arsenal
Malcom er orðaður við Arsenal
Mynd: Getty Images
Þá er komið að daglega slúðurpakkanum í boði Powerade. Mourinho, Krónprinsinn í Sádí-Arabíu og Rooney er meðal þeirra nafna sem koma fram í slúðurpakka dagsins.


Chelsea ætlar að gera Eden Hazard að launahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar með því að bjóða honum 350.000 pund í vikulan. (Sunday Express)

Mohammed Bin Salman, krónprins í Saudi Arabíu ætlar að hitta Glazer fjölskylduna sem nú á Manchester United og bjóða 4 billjónir punda í félagið. (Sunday Mirror)

Manchester City ætlar ekki að koma á móts við Raheem Sterling í samningaviðræðnum en félagið telur sig hafa boðið eins og það getur. (Sunday Mirror)

Real Madrid eru klárir með veskið í janúar en þá ætla þeir að sækja Raheem Sterling. (Sunday Express)

Manchester City ætlar að bjóða 40 milljónir punda í Nathan Aké leikmann Bournemouth í janúar. Manchester United og Tottenham vilja einnig fá hann. (Sun on Sunday)

Tottenham ætlar að sækja enska miðjumanninn Bradley Dack frá Blackburn en njósnarar félagsins hafa verið að fylgjast með honum um skeið. (Sunday Express)

José Mourinho reynir nú að sannfæra stjórnarmenn United um að Kalidou Koulibaly sé sá leikmaður sem honum vanti í janúar. Hann leikur með Napoli. (Sunday Times)

Mourinho hefur einnig áhuga á serbneska varnarmanninum Nikola Milenkovic sem spilar með Fiorentina en verðmiðinn á honum er talinn vera um 40 milljónir punda. Tottenham, Chelsea, Arsenal og Juventus fylgjast öll með honum. (Star on Sunday)

Antonio Conte er nálægt því að taka við Real Madrid en það er orðið ansi heitt undir Julen Lopetegui sem tók við liðinu í sumar. Marcelo segir að leikmenn standi þétt við bakið á Lopetegui. (Marca)

Roy Hodgson þjálfari Crystal Palace vill fá Wayne Rooney til félagsins. (Sunday Mirror)

Arsenal er áhugasamt um að fá brasilíska vængmanninn Malcom á láni frá Barcelona í janúar. (Star on Sunday)

Mauricio Pochettino þjálfari Tottenham segist ætla að sækja leikmenn í janúar en hann keypti enga leikmenn í sumar. (Enfield Independent)

Borussia Dortmund vill bæta því inní lánssamning Paco Alcacer að þeir verði með forkaupsrétt á kappanum þegar láninu lýkur næsta vor. (ESPN)

Unai Emery, þjálfari Arsenal segir að hann hafi viljað kaupa Lacazette til PSG þegar hann var stjóri þar. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner