Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. desember 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ernir í Keflavík (Staðfest)
Ernir í leik gegn ÍA í sumar.
Ernir í leik gegn ÍA í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ernir Bjarnason er genginn í raðir Keflavíkur. Hann kemur frá Leikni Reykjavík þar sem hann hefur verið síðustu ár. Hann kemur á frjálsri sölu frá Leikni þar sem samningur hans var útrunninn.

Ernir er uppalinn í Breiðabliki og kom við sögu í einum leik í Pepsi deildinni sumarið 2014 áður en hann skipti yfir í Fram. Hann lék með Vestra árið 2016, Breiðabliki 2017 og svo með Leikni frá og með tímabilinu 2017.

Ernir hefur æft með Keflavík að undanförnu og er nú genginn í raðir félagsins.

Í sumar kom hann við sögu í ellefu leikjum með Leikni. Hann er 24 ára miðjumaður sem lék á sínum tíma sextán leiki með yngri landsliðunum.

Leiknir endaði í áttunda sæti í sumar og Keflavík í því tíunda en bæði lið voru nýliðar í efstu deild.

Komnir í Keflavík:
Ásgeir Páll Magnússon frá Leikni F.
Ernir Bjarnason frá Leikni R.
Sindri Snær Magnússon frá ÍA
Rúnar Gissurarson frá Reyni S.

Farnir:
Athugasemdir
banner
banner