Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
banner
   fim 22. febrúar 2024 13:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Ísland mætir Serbíu í fyrri leik í umspili á morgun
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, hér til hægri.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, hér til hægri.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jovana Damnjanovic og Glódís mætast á morgun.
Jovana Damnjanovic og Glódís mætast á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta er skemmtilegra fyrir okkur og býr til meiri keppni'
'Þetta er skemmtilegra fyrir okkur og býr til meiri keppni'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er aðeins hlýrra hér en í Þýskalandi þannig að við erum ánægðar með það," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á morgun spilar Ísland mikilvægan leik gegn Serbíu í umspili í Þjóðadeildinni. Um er að ræða fyrri leik liðanna en seinni leikurinn er svo á Kópavogsvelli í næstu viku. Í dag æfði liðið á keppnisvellinum Stara Pazova, í smábæ fyrir utan Belgrað, eftir að hafa æft á æfingavelli Rauðu stjörnunnar í gær.

„Þetta eru tveir úrslitaleikir og það er mikilvægt fyrir okkur að halda okkur í A-deildinni. Þetta verða örugglega mjög erfiðir leikir en við höfum undirbúið okkur vel og erum klárar í verkefnið á morgun," segir Glódís.

Tekið miklum framförum
Ísland hefur sex sinnum mætt Serbíu í A-landsliðum kvenna, síðast í undankeppni HM á Laugardalsvelli 14. september 2014. Ísland vann þá 9-1 sigur þar sem Þóra Björg Helgadóttir, markvörður liðsins, var á meðal markaskorara. Glódís var einnig á meðal markaskorara í þeim leik en síðan þá hefur serbneska liðið þróast og orðið mun sterkara.

Í liðinu er meðal annars Jovana Damnjanovic, liðsfélagi Glódís í Bayern München. Hún er sóknarmaður en framarlega á vellinum hjá Serbíu er einnig leikmaður úr Chelsea, Jelena Cankovic, sem er eitt sterkasta lið Evrópu.

„Ég þekki tvo leikmenn, báðar mjög góðar. Þær eru með leikmenn í góðum liðum og ég held að Serbía hafi tekið miklum framförum frá því við spiluðum seinast við þær. Það eru geggjaðar aðstæður hér og það er greinilega verið að leggja mikið í þetta lið. Það eru tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði og við þurfum að vera vakandi fyrir því," sagði Glódís.

„Þær hafa tekið miklum framförum og hafa hægt og rólega verið að vinna sig upp. Þær unnu Þýskaland í fyrra og eru með gríðarlega gott lið sem við þurfum að bera virðingu fyrir. Við þurfum að mæta 100 prósent í þetta. Þær vilja roslega mikið og það er serbneskt að vera með mikla ástríðu. Þær vilja gera allt fyrir þjóðina sína og við þurfum að geta mætt þeim 100 prósent. Við þurfum að vera ofan á í þeirri baráttu."

Gott fyrir kvennaboltann
Það hefur verið stígandi í frammistöðu íslenska liðsins að undanförnu en liðið endaði síðasta ár mjög vel. Það er hægt að byggja ofan á það.

„Þessir tveir leikir fyrir jól gefa okkur sjálfstraust en við erum áfram að reyna að vinna í ákveðnum hlutum, að verða betri og að ná í úrslit. Það er það sem skiptir mestu máli í þessum tveimur leikjum sem eru framundan," segir Glódís en hún er ánægð með það að fá Þjóðadeildina inn. Sú keppni gefur íslenska liðinu fleiri alvöru leiki.

„Þetta er skemmtilegra fyrir okkur og býr til meiri keppni. Serbía er hægt og rólega búið að vinna sig upp og eru núna komnar í úrslitaleiki um að fá að spila í A-deild. Ég held að þetta sé gott fyrir kvennaboltann."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner