Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   þri 22. apríl 2025 21:39
Kjartan Leifur Sigurðsson
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var skemmtilegur leikur. Tvö góð lið og vel tekist á. Þeir sem vilja spennu og fótbolta fengu vel fyrir sinn snúð í kvöld,“ Segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 2-2 jafntefli við Breiðablik í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 Breiðablik

Leikurinn var mikil skemmtun, Ólafur var sammála undirrituðum með það að leikurinn í kvöld hafi verið góð auglýsing fyrir Bestu deild kvenna.

„Mér fannst bæði lið vera sómi af þessum leik. Ég var nú samt mest með einbeitinguna á mínu liði. Ég var mjög ánægður með spilamennskuna, við vorum fastar fyrir og gáfum Breiðablik ekki mikið af færi á meðan við sköpuðum góð færi. Súr með það að fara ekki með þrjú stig,“

Ólafur segir að heppnin hafi ekki verið með sínu liði í dag. Þróttarar vildu meina að Hreinn Magnússon, dómari leiksins, hefði átt að benda á vítapunktinn undir lok leiks. Kristín Dís Árnadóttir fékk þá boltann í höndina eftir fyrirgjöf Caroline Murray.

„Við gerðum tilkall í vítaspyrnu útaf okkur fannst hann fara í hendina. Þetta er atvik sem menn verða ekki sammála um. Óþarfi að tala um þetta vegna þess að leikurinn var það góður að eitt vafaatriði ekki eitthvað sem ég nenni að hanga í“

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner