Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   fim 22. nóvember 2012 08:20
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Soccerway 
Allegri um mark Mexes: Hélt hann færi langt framhjá
Massimiliano Allegri þjálfari AC Milan segir að hann hafi verið hissa á að Philippe Mexes hafi ekki skotið langt framhjá þegar hann skoraði draumamarkið í leiknum gegn Anderlecht í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.

Mexes þurrkaði út alla umræðu um flott mark Zlatan Ibrahimovic í landsleik Svía og Englendinga á dögunum þegar hann skoraði með hjólhestaspyrnu fyrir utan teig eftir að hafa tekið boltann á kassann í leiknum í gær.

,,Philipe Mexes skoraði frábært mark," sagði Allegri. ,,Ég bjóst við að sjá boltann fara langt framhjá og var hissa þegar ég sá hann í markinu."

,,Þetta var frábært mark en það sama má segja um frammistöðu Mexes,"
sagði Allegri um miðvörðinn sinn.

Markið er hér að neðan.


Philippe Mexes se la joue à la Zlatan !
Athugasemdir
banner