Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 26. mars 2021 10:11
Magnús Már Einarsson
Hannes orðinn leikjahæsti markvörður Íslands frá upphafi
Icelandair
Hannes í leiknum í gær.
Hannes í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson er orðinn leikjahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi.

Hinn 36 ára gamli Hannes spilaði 75. landsleik sinn í 3-0 tapinu gegn Þýskalandi í gær og hefur nú spilað einum leik meira en Birkir Kristinsson.

Birkir átti langan landsliðsferil frá 1988 til 2004 en hann er með íslenska landsliðinu í núverandi verkefni sem starfsmaður.

Kári Árnason kifraði upp að hlið Eiðs Smára Guðjohnsen í 7. sæti yfir leikjahæstu leikmenn sögunnar með leiknum í gær.

Leikjahæstir frá upphafi
1. Rúnar Kristinsson 104 leikir
2, Ragnar Sigurðsson 97
3. Birkir Már Sævarsson 95
4. Birkir Bjarnason 93
5. Aron Einar Gunnarsson 92
6. Hermann Hreiðarsson 89
7-8. Eiður Smári Guðjohnsen 88
7-8. Kári Árnason 88
9. Guðni Bergsson 80
10-11. Gylfi Þór Sigurðsson 78
10-11. Ari Freyr Skúlason 78
12. Jóhann Berg Guðmundsson 77
13. Hannes Þór Halldórsson 75
14-15. Brynjar Björn Gunnarsson 74
14-15. Birkir Kristinsson 74
Athugasemdir
banner
banner