Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   fim 27. mars 2014 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Steve McManaman: Man Utd á ekki möguleika gegn Bayern
Steve McManaman, fyrrum leikmaður Liverpool á Englandi, segir að Manchester United eigi ekki möguleika gegn Bayern Müncehn í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Enska meistaraliðið var dregið gegn Bayern München í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en Bayern þykir líklegasta liðið til þess að lyfta bikarnum, þá annað árið í röð.

Man Utd hefur ekki gengið vel frá því David Moyes tók við liðinu en það átti í erfiðleikum með Olympiakos í 16-liða úrslitum og tapaði 2-0 í Grikklandi. Liðið kom þó sterkt til baka á Old Trafford og sigraði 3-0 en McManaman segir þó að hlutirnir eigi eftir að ganga öðruvísi fyrir sig gegn Bayern.

,,Getur Man Utd unnið Bayern? Nei, liðið á ekki möguleika," sagði McManaman.

,,Bayern er með ótrúlegt lið. Það hefur ekki tapað 50 leikjum í röð sem er ótrúlegt met og þetta er einnig líklegasta liðið til þess að vinna Meistaradeildina," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner