Færeyski kantmaðurinn Kaj Leo Í Bartalsstovu hefur fengið félagaskipti í KFK sem spilar í 3. deildinni.
Kaj Leo lék með Njarðvík á síðasta tímabili og skoraði fimm mörk í átján leikjum. Hann kom til Njarðvíkur í glugganum 2023 eftir að hafa verið hjá Leikni fyrri hluta tímabilsins.
Kaj Leo lék með Njarðvík á síðasta tímabili og skoraði fimm mörk í átján leikjum. Hann kom til Njarðvíkur í glugganum 2023 eftir að hafa verið hjá Leikni fyrri hluta tímabilsins.
Hann verður 33 ára í júní og hefur spilað á Íslandi síðan 2016. Hann kom fyrst í FH, fór svo í ÍBV í tvö tímabll, lék með Val 2019-21 og svo ÍA 2022. Hann varð Íslandsmeistari með FH 2016, bikarmeistari með ÍBV 2017 og Íslandsmeistari með Val 2020.
Hann á að baki 227 meistaraflokksleiki á Íslandi og hefur í þeim skorað 32 mörk. Hann á að baki 28 landsleiki fyrir Færeyjar og í þeim hefur hann skorað eitt mark.
Kaj Leo spilaði sinn fyrsta leik með KFK síðasta laugardag þegar liðið tapaði 0-2 gegn Sindra. KFK er í 10. sæti 3. deildar eftir fjórar umferðir.
3. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Magni | 17 | 12 | 2 | 3 | 36 - 20 | +16 | 38 |
2. Hvíti riddarinn | 17 | 12 | 1 | 4 | 47 - 26 | +21 | 37 |
3. Augnablik | 17 | 10 | 5 | 2 | 41 - 21 | +20 | 35 |
4. Reynir S. | 17 | 7 | 5 | 5 | 37 - 37 | 0 | 26 |
5. KV | 17 | 7 | 4 | 6 | 55 - 40 | +15 | 25 |
6. Árbær | 17 | 7 | 4 | 6 | 38 - 39 | -1 | 25 |
7. Tindastóll | 17 | 7 | 2 | 8 | 37 - 29 | +8 | 23 |
8. Ýmir | 17 | 5 | 6 | 6 | 30 - 29 | +1 | 21 |
9. KF | 17 | 5 | 5 | 7 | 28 - 25 | +3 | 20 |
10. Sindri | 17 | 4 | 4 | 9 | 24 - 35 | -11 | 16 |
11. KFK | 17 | 4 | 3 | 10 | 21 - 39 | -18 | 15 |
12. ÍH | 17 | 1 | 1 | 15 | 26 - 80 | -54 | 4 |
Athugasemdir