Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
   sun 28. apríl 2024 19:04
Haraldur Örn Haraldsson
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans vann 4-2 gegn KA á Víkingsvelli í dag.


„Þetta var torsótt, ef það er eitthvað lið sem maður vill ekki lenda undir á móti þá er það KA, og við svöruðum mjög vel markinu sem við fengum á móti okkur í fyrri hálfleik. Við spiluðum nokkuð góðan fyrri hálfleik fannst mér. Í seinni hálfleik er það alltaf erfitt þegar hitt liðið er farið að elta leikinn og er komið í svolítið eins og ég kalla það 'fokk it mode' þegar þeir eru að reyna að ná öðru markinu. Okkur gekk illa að loka leiknum almennilega og nýttum illa okkar upplegg og færi, og bara hrós til KA að gefast aldrei upp. En þetta var mjög góður sigur."

Víkingar fengu umdeilda vítaspyrnu í fyrri hálfleik og það var nóg af vítaköllum á báða bóga. Arnar segir að þetta hafi líkast til verið erfiður leikur að dæma.

„Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti í leiknum, bæði á okkur og eins á KA menn. Það var mikið tekist á í þessum leik, mikil læti og maður fann alveg spenninginn. Þetta hefur örugglega verið erfiður leikur að dæma og leikmenn fljótir að hópast að dómaranum og þess háttar. Þannig að, jú jú hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti."

Leikir Víkinga á næstunni í deildinni er mest megnis við þau lið sem er spáð neðarlega. Umræðan hefur verið að Víkingar gætu mögulega verið búnir að hlaupa með mótið strax í byrjun en Arnar segir að sínir menn þurfa að halda fókus.

„Af minni reynslu eru þetta erfiðustu leikirnir okkar, það er á móti þessum liðum sem eru taldir vera minni spámenn, af því að það er stundum sama hvað þú reynir og sama hvað þú segir þá eiga menn til að vanmeta andstæðinginn. Titlarnir vinnast að mínu mati ekkert endilega á innbyrðis viðurgeignum við sterkustu liðin, þó að það sé alltaf mjög gott að vinna svoleiðis lið. Þeir vinnast einmitt á því að sækja sigrana á móti þessum svokölluðu minni liðum. Við vitum það vel og það er okkar reynsla að ég hef litlar áhyggjur að menn eru ekki með hugan við verkefnið."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner