Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
Arnþór Ari: Þetta kemur okkur ekki á óvart
Ómar Ingi: Ég tileinka mæðrum drengjanna sigurinn
Gregg Ryder: Hvergi meiri pressa en í KR
Þjálfarinn braut Þorra niður: Finnst ekki miklar líkur á að ég fari aftur út til Lyngby
Hólmar Örn um markið: Ekki alveg viss af hverjum hann fór inn
Haukur Páll: Eykur möguleikana að sækja þrjú stig ef þú skorar þrjú mörk
Haddi um sögurnar af Viðari: Það er bara mjög ljótt að ljúga upp á fólk
Vill að menn líti í spegil - „Línan var eins og hjartalínurit”
Kominn með 6 mörk í 6 leikjum - „Get ekki kvartað“
Ætlaði að halda liðsfund en var stoppaður - „Frábærlega gert hjá þeim“
   sun 28. apríl 2024 19:30
Haraldur Örn Haraldsson
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Aron Elís Þrándarson leikmaður Víkings spilaði sinn fyrsta byrjunarliðs leik á tímabilinu í dag þar sem hann skoraði eitt mark í 4-2 sigri gegn KA.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  2 KA

„Við vissum að þetta yrði erfður leikur, KA menn þurfa á stigum að halda, en við vorum bara betri fannst mér og við sigldum þessu í lokin."

Víkingar fengu umdeilda vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Aron hefði viljað sjá annan lit á spjaldinu sem fór á loft.

„Fyrir mér þá bara rænir hann upplögðu marktækifæri af Ara og það er bara rautt spjald líka, en hann dæmir það ekki. Þeir hefðu kannski getað fengið eitt víti þarna, ég veit það ekki, ég þarf bara að sjá það í sjónvarpinu. En það er erfitt að dæma svona þegar það er alltaf öskrað, þannig ég skil alveg dómarann að það var smá bras."

Víkingar eru með fullt hús stiga eftir 4 leiki í deild og þeir fóru áfram í bikarnum. Algjör óskabyrjun.

„Bara eins og við stefndum á, en það þýðir ekkert að slaka neitt því að hin liðin eru á eftir okkur og við vitum það alveg. Þannig við bara höldum áfram." Valur og Breiðablik sem flestir telja líklegustu liðin til að berjast um titilinn við Víking hafa þó farið hikstandi af stað. „Við reynum bara að fókusera á sjálfa okkur en auðvitað erum við meðvitaðir um hvað hin liðin að gera. Ég væri bara að ljúga því ef ég segði að við værum ekki að gera það. En við bara spilum okkar leik og það hefur bara gengið helvíti vel hingað til."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner