Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
Arnþór Ari: Þetta kemur okkur ekki á óvart
Ómar Ingi: Ég tileinka mæðrum drengjanna sigurinn
Gregg Ryder: Hvergi meiri pressa en í KR
Þjálfarinn braut Þorra niður: Finnst ekki miklar líkur á að ég fari aftur út til Lyngby
Hólmar Örn um markið: Ekki alveg viss af hverjum hann fór inn
Haukur Páll: Eykur möguleikana að sækja þrjú stig ef þú skorar þrjú mörk
Haddi um sögurnar af Viðari: Það er bara mjög ljótt að ljúga upp á fólk
Vill að menn líti í spegil - „Línan var eins og hjartalínurit”
Kominn með 6 mörk í 6 leikjum - „Get ekki kvartað“
Ætlaði að halda liðsfund en var stoppaður - „Frábærlega gert hjá þeim“
   sun 28. apríl 2024 21:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mikil læti, örugglega skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur, en pirrandi að tapa," sagði Axel Óskar Andrésson, leikmaður KR, eftir tap gegn Breiðabliki í Bestu deildinni.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Breiðablik

„Það var gaman að spila leikinn, mikið af návígum, skemmtilegur leikur en þrjú mörk (á okkur) á heimavelli er ekki nógu gott. Ég held að allir vissu fyrir leikinn að þetta yrði ekkert 'tiki-taka'."

„Tvö góð lið og seinni leikurinn verður skemmtilegur, ég hlakka mikið til að spila á móti þeim aftur. Það verður aftur hörkuleikur.


Axel talar um læti og hann var svo sannarlega þátttakandi í látunum í lokin þegar hann stóð yfir Patrik Johannesen og lét hann heyra það. Axel fékk gult spjald fyrir vikið.

„Bara ástríða (passion), ástríða í augnablikinu. Svona er bara boltinn og tilfinningar í þessu. Maður væri ekki í þessu ef tilfinningarnar fylgdu ekki."

KR hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð. Er eitthvað öðruvísi við þá leiki en fyrstu tvo?

„Nei, þetta er bara ekki búið að vera detta með okkur. Hin liðin hafa verið klár, komu og mættu okkur í baráttunni. Þeir sýndu bara gæði í þessum mörkum sem þeir skoruðu. Við þurfum bara að klára færin okkar, þetta er langt mót."

Jason Daði Svanþórsson skoraði þriðja mark Breiðabliks þegar hann hirti boltann af Guy Smit markverði KR fyrir utan teig.

„Völlurinn býður upp á mistök stundum, allir gera mistök. Þetta verður betra," sagði Axel Óskar.
Athugasemdir
banner
banner
banner