Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   sun 28. apríl 2024 10:35
Aksentije Milisic
Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
Powerade
Kyle Walker.
Kyle Walker.
Mynd: Getty Images
Joao Neves.
Joao Neves.
Mynd: EPA
Diego Carlos.
Diego Carlos.
Mynd: Getty Images

Walker, Neves, Lacroix, Slot, Lopetegui, Karius eru á meðal manna í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman á þessum sunnudegi.
___________________


Bayern Munchen ætlar sér að reyna aftur við Kyle Walker (33) leikmann Manchester City en Walker var nálægt því að ganga í raðir Bayern síðasta sumar. (Star)

Sir Jim Ratcliffe hefur fundað með Jorge Mendes en hann er umboðsmaður Joao Neves. Neves er 19 ára og spilar með Benfica en Portúgalinn hefur verið orðaður við stærstu lið Evrópu. (Mirror)

Crystal Palace hefur bæst við í baráttuna um Maxence Lacroix, 24 ára miðvörð Wolfsburg. (Telegraph)

Draumur West Ham um að ráða Spánverjann Julen Lopetegui sem nýja stjóra liðsins virðist vera hverfa á braut. AC Milan er sagt vera búið að ná samkomulagi við Lopetegui. (Guardian)

Barcelona nálgast kaup á Guido Rodriguez. Hann er þrítugur Argentínumaður sem spilar með Real Betis. (Sport - in Spanish)

Barcelona ætlar að bjóða hinum 17 ára Pau Cubarsi langtímasamning og mun í samningum vera klásúla upp á 500 milljónir evra, hvorki meira né minna. (AS - in Spanish)

Juan Mata, fyrrverandi leikmaður Manchester United segir að félagið eigi að byggja liðið í kringum Bruno Fernandes (29), fyrirliða liðsins. (ESPN)

Juventus er að vinna í því að framlengja samninga Dusan Vlahovic (24) og Federico Chiesa (26) við félagið. Þeir hafa báðir verið orðaðir burt frá Juventus. (Rudy Galetti)

Þýski markmaðurinn Loris Karius (30) mun yfirgefa Newcastle United eftir tímabilið. (Fabrizio Romano)

Tottenham mun ekki reyna fá hinn unga og efnilega Arda Guler frá Real Madrid eftir að Carlo Ancelotti sagði að tyrkinn verði áfram hjá spænska stórveldinu. (Express)

AC Milan hefur áhuga á að fá Diego Carlos frá Aston Villa í sumar. (AS - in Spanish)


Athugasemdir
banner
banner
banner