Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   sun 28. apríl 2024 11:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Er 3-5-2 kerfið komið til að vera hjá Val?
Valsmenn voru öflugir gegn FH.
Valsmenn voru öflugir gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Pedersen.
Patrick Pedersen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benedikt Bóas Hinriksson, fyrrum leikmaður Vals, var virkilega ánægður með frammistöðu liðsins í 3-0 sigrinum gegn FH í bikarnum í liðinni viku.

Eftir vonbrigði í tveimur deildarleikjum þar á undan var Valur í góðum gír gegn FH-ingum. Hólmar Örn Eyjólfsson, Patrick Pedersen og Tryggvi Hrafn Haraldsson skoruðu mörkin.

„Þetta var þægilegur leikur, mér leið mjög vel frá upphafi til enda. Þeir fóru í 3-5-2 og þetta small. Mér fannst FH ekki sjá til sólar," segir Benedikt í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Byrjunarlið Vals í leiknum (3-5-2): Frederik Schram (m) - Elfar Freyr Helgason, Hólmar, Orri Sigurður Ómarsson - Aron Jóhannsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Kristinn Freyr Sigurðsson - Tryggvi, Patrick.

Baldvin Már Borgarsson segir að upplegg Arnars Grétarssonar hafi svínvirkað í leiknum.

„Mér fannst þessi leikur vera aðsniðinn að þeim leikmönnum sem spiluðu. Jónatan Ingi fer í taugarnar á mér sem kantmaður, hann hleypur aldrei afturfyrir, en vængbakvörðurinn virkaði vel fyrir hann. Hann var að fá boltann í fætur, hlaupa upp, senda á bak við og fara inn miðjuna. Hann var mjög góður í þessum leik," segir Baldur.

„Tryggvi var að vinna í kringum Patrick, mér fannst það líka koma mjög vel út. Svo ertu með þrjá af bestu fótboltamönnum í deildinni á miðjunni."

„Arnar er talinn íhaldssamur þjálfari og ég held að enginn hafi búist við þessu. Ég veit að þetta var ákveðið daginn fyrir leik og það var ekkert farið djúpt í þetta kerfi. Það voru bara sömu gildi og Arnar hefur staðið yfir."

Valur mætir Fram í Bestu deildinni á morgun og verður fróðlegt að sjá hvort Arnar haldi sig við sama kerfi. Það verður að teljast ansi líklegt miðað við spilamennskuna á miðvikudaginn.

sunnudagur 28. apríl
14:00 Vestri-HK (AVIS völlurinn)
14:00 ÍA-FH (Akraneshöllin)
16:15 Víkingur R.-KA (Víkingsvöllur)
18:30 KR-Breiðablik (Meistaravellir)

mánudagur 29. apríl
18:00 Valur-Fram (N1-völlurinn Hlíðarenda)
19:15 Fylkir-Stjarnan (Würth völlurinn)
Útvarpsþátturinn - Lengjuspáin, úrvalslið og bikarstuð
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 5 0 1 14 - 6 +8 15
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 6 4 0 2 10 - 9 +1 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
7.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
8.    KR 6 2 1 3 11 - 11 0 7
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 6 2 0 4 4 - 12 -8 6
11.    KA 6 0 2 4 7 - 13 -6 2
12.    Fylkir 6 0 1 5 5 - 15 -10 1
Athugasemdir
banner
banner