Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
   sun 28. apríl 2024 16:30
Aksentije Milisic
Gísli spilaði þegar góð byrjun Halmstad hélt áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halmstad vann öfluga 1-3 útisigur á Varnamo í sænsku úrvalsdeildinni og er liðið því í öðru sæti deildarinnar.

Halmstad var þremur mörkum yfir í hálfleik en Gísli Eyjólfsson kom inn á þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Gísli meiddist fyrir tímabilið og hefur hann verið á varamannabekknum upp á síðkastið.

Birnir Snær Ingason var ónotaður varamaður hjá Halmstad í dag.

Halmstad er með tólf stig eftir sex umferðir, sex stigum á eftir Malmö sem situr á toppnum í Svíþjóð.


Athugasemdir
banner
banner
banner