Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
Arnþór Ari: Þetta kemur okkur ekki á óvart
Ómar Ingi: Ég tileinka mæðrum drengjanna sigurinn
Gregg Ryder: Hvergi meiri pressa en í KR
Þjálfarinn braut Þorra niður: Finnst ekki miklar líkur á að ég fari aftur út til Lyngby
Hólmar Örn um markið: Ekki alveg viss af hverjum hann fór inn
Haukur Páll: Eykur möguleikana að sækja þrjú stig ef þú skorar þrjú mörk
Haddi um sögurnar af Viðari: Það er bara mjög ljótt að ljúga upp á fólk
Vill að menn líti í spegil - „Línan var eins og hjartalínurit”
Kominn með 6 mörk í 6 leikjum - „Get ekki kvartað“
Ætlaði að halda liðsfund en var stoppaður - „Frábærlega gert hjá þeim“
   sun 28. apríl 2024 19:18
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ekki sáttur með úrslit dagsins eftir að liðið hans tapaði 4-2 gegn Víking á útivelli í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  2 KA

„Ég var mjög ánægður með frammistöðuna hjá okkur, við mætum hérna hörku liði, og við skorum tvö mörk, sköllum í stöng og eigum mögulega að fá 2-3 víti. Þannig ég er gríðarlega ánægður með það en minna ánægður með að fá á okkur fjögur mörk. Það voru allir að berjast, við stóðum saman og við gerðum nóg til að fá eitthvað út úr leiknum en því miður þá gerðist það ekki í dag."

Víkingar fá umdeilda vítaspyrnu í fyrri hálfleik og það voru nokkur önnur vítaköll í leiknum. Hallgrímur var ekki sáttur við hvernig dómarnir féllu en vildi tjá sig sem minnst um það.

„Ég bara hvet alla til að skoða þetta, fyrstu tvö mörkin hjá þeim, þetta er orðið illa þreytt. Ég vill ekki tjá mig meira um þetta, ég hvet bara ykkur til þess að skoða þetta."

Víkingar skora annað mark sitt úr hornspyrnu en Hallgrímur telur að það hefði ekki átt að standa.

„Mér finnst bara vera 100% brotið á okkar mann í horninu. Þetta er búið að vera ansi lengi að þeir 'screena' menn ólöglega, og treyjan hans Ívars er bara upp í lofti og hann kemst ekki í návígið. Þannig að, já auðvitað er ég ósáttur við að fá á mig mörk en eins og ég segi. Við byrjum leikinn vel og þetta var mikið högg að fá á sig mörk sem við upplifum að hefðu ekki átt að standa. En við höldum áfram og eins og ég segi þá nenni ég ekki tala mikið um þetta. Ég er bara ánægður með að liðið barðist allan tíman, ég er ánægður með að við skorum tvö mörk og áttum að skora fleiri. Það er bara það sem við tökum með okkur, því að ef þetta er frammistaða sem heldur áfram þá hef ég ekki áhyggjur af liðinu, og þá fara stigin að koma."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner