Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   sun 28. apríl 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Paqueta ánægður hjá West Ham - „Ber ómælda virðingu fyrir félaginu“
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Lucas Paqueta segist ánægður hjá West Ham og að öll einbeiting sé á að klára tímabilið en þetta sagði hann í viðtali við ESPN í Brasilíu.

Síðasta sumar var Paqueta hársbreidd frá því að ganga í raðir Manchester City fyrir 85 milljónir punda en hætt var við félagaskiptin vegna rannsóknar enska fótboltasambandsins á Paqueta.

Þar var hann grunaður um að hafa brotið veðmálareglur sambandsins. Rannsóknin hefur verið í gangi síðustu sjö mánuði en sambandið fékk upplýsingar um grunsamlega mörg veðmál varðandi þrjú gul spjöld sem Paqueta fékk á síðasta ári.

Brasilíumaðurinn var auðvitað miður sín að hafa ekki fengið að ganga í raðir Manchester City en enska félagið ætlar að reyna aftur í sumar. Paqueta er sagður hafa náð samkomulagi um kaup og kjör en að Man City sé enn í viðræðum við West Ham um kaupverð.

„Þetta er eitthvað sem gerðist í síðasta sumarglugga en núna er tíminn til að klára tímabilið og sjá hvað gerist. Ég er mjög ánægður hjá West Ham, því get ég ekki logið, og ég ber ómælda virðingu fyrir félaginu,“ sagði Paqueta er hann var spurður út í framtíð sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner