Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   sun 28. apríl 2024 17:00
Aksentije Milisic
Þjónusta til Höjlund af skornum skammti - Flestar sendingar frá Onana
Mynd: EPA

Það hefur mikið verið í umræðunni á þessari leiktíð varðandi Manchester United og hversu litla þjónustu sóknarmaður liðsins, Rasmus Höjlund, hefur fengið frá liðsfélögum sínum.


Daninn hefur skorað átta deildarmörk á þessari leiktíð en hann gekk í raðir Man Utd frá Atalanta fyrir tímabilið. Þrátt fyrir ungan aldur hefur kappinn þurft að spila flesta leiki liðsins en hinn sóknarmaðurinn, Anthony Martial, hefur lítið verið til taks.

Leikmenn Man Utd hafa verið gagnrýndir fyrir að senda ekki oftar á Höjlund þegar hann er í góðri stöðu og þá hefur leikmaðurinn sést fórna höndum í nokkur skipti þegar leikmenn eins og Alejandro Garnacho hafa ákveðið að gera hlutina upp á eigin spýtur.

United gerði 1-1 jafntefli gegn Burnley á Old Trafford í gær og þar mátt sjá afar athyglisverða tölfræði. Markvörðurinn Andre Onana var sá leikmaður Man Utd sem átti flestar sendingar á Höjlund, alls fjórar talsins.

Höjlund var tekinn af velli í leiknum og uppskar Erik ten Hag, stjóri liðsins, baul frá stuðningsmönnum liðsins vegna skiptingarinnar.


Athugasemdir
banner
banner