Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   mán 29. apríl 2024 18:20
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Fylkis og Sjörnunnar: Hilmar Árni ekki í hóp - Rúnar gerir tvær breytingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eftir rúman klukkutíma hefst leikur Fylkis og Stjörnunnar í Árbænum. Þetta er lokaleikurinn í 3. umferð Bestu deildarinnar. Fylkir eru án sigurs með eitt stig í fyrstu þremur leikjum deildarinnar en Stjarnan eru með þrjú stig eftir sigurinn á Val í seinasta leik. Byrjunarliðin voru að detta í hús rétt í þessu.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Stjarnan

Rúnar Páll, þjálfari Árbæinga, gerir tvær breytingar á liðinu frá 5-1 tapinu gegn ÍA í seinasta leik. Þeir Orri Sveinn og Guðmundur Tyrfingsson koma úr liðinu fyrir þá Aron Snæ og Ómar Björn. Guðmundur Tyrfings tekur sér sæti á bekknum á meðan Orri Sveinn er í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald gegn ÍA í seinustu umferð.

Jökull, þjálfari Stjörnunnar, gerir alls eina breytingu frá sigurleiknum gegn Val á dögunum. Róbert Frosti kemur inn í liðið en hann Hilmar Árni þarf að víkja. Hilmar er ekki í hóp hjá Stjörnunni í dag.

Uppfært: Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar greindi frá því í viðtali á Stöð 2 Sport að Hilmar Árni væri fjarverandi vegna smávægilegra meiðsla. Hann reiknar með því að Hilmar verði klár í næsta leik.


Byrjunarlið Fylkir:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
9. Matthias Præst Nielsen
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
21. Aron Snær Guðbjörnsson
22. Ómar Björn Stefánsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
72. Orri Hrafn Kjartansson
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
11. Adolf Daði Birgisson
22. Emil Atlason
32. Örvar Logi Örvarsson
35. Helgi Fróði Ingason
80. Róbert Frosti Þorkelsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner