Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mán 29. apríl 2024 22:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland: Klár í síðustu fimm úrslitaleikina
Mynd: Getty Images

Erling Haaland er klár fyrir lokasprettinn í úrvalsdeildinni en hann hefur verið að kljást við meiðsli að undanförnu.


Hann meiddist eftir að liðið datt úr leik í Meistaradeildinni eftir tap í vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitum gegn Real Madrid og missti af tveimur leikjum í röð.

Hann mætti aftur um helgina þegar hann kom inn á sem varamaður og skoraði í 2-0 sigri á Nottingham Forest.

„Ég er klár. Ég lenti í smávægilegum meiðslum, það var ekki auðvelt að koma til baka eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeildinni. Mig hefur klæjað að komast aftur út á völl og nú er ég kominn aftur og líður vel. Ég er klár í síðustu fimm úrslitaleikina," sagði Haaland.

Man City er í 2. sæti deildarinnar stigi á eftir Arsenal en City á leik til góða. Þá spilar liðið í úrslitum enska bikarsins gegn Man Utd.


Enski boltinn - Ef ég tala, þá er ég í miklum vandræðum
Athugasemdir
banner
banner