Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mán 29. apríl 2024 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Axel Ingi Jóhannesson (Keflavík)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sá gæti vælt.
Sá gæti vælt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvænt til í að fá Gylfa í Kef.
Óvænt til í að fá Gylfa í Kef.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Huggulegur.
Huggulegur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynslumikill.
Reynslumikill.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Helgi toppeintak.
Ásgeir Helgi toppeintak.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjudeildin hefst á miðvikudag og erum við á Fótbolta.net á fullu að birta spá þjálfara og fyrirliða. Nú er komið að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem er spáð 3. sætinu í sumar.

Axel er uppalinn Keflvíkingur sem á að bakið 31 KSÍ leik að baki og hefur í þeim skorað 2 mörk. Á síðasta tímabili kom hann við sögu í 18 af 27 leikjum liðsins í Bestu deildinni. Hann skoraði sitt fyrsta mark í keppnisleik fyrr á þessu ári þegar hann skoraði þriðja mark Keflavíkur í bikarsigrinum gegn Ólsurum.

Í dag sýnir bakvörðurinn á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Axel Ingi Jóhannesson

Gælunafn: Seli

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: er á föstur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum:< 2022 fékk 5 mín á móti FH og var straujaður eftir fyrstu snertingu

Uppáhalds drykkur hvítur monster

Uppáhalds matsölustaður: annaðhvort Rétturinn hjá Magga eða Parma Reykjavík

Hvernig bíl áttu: Toyota Corolla

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Fresh prince of bel air

Uppáhalds tónlistarmaður: Valdimar, snild að hlusta á hann á HS Orku vellinum í upphitun fyrir leiki

Uppáhalds hlaðvarp: Dr. Football

Uppáhalds samfélagsmiðill: tiktok

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fótbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi jr

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: we look forward to your visit at sushi social . april 21 24 19:00-21:00 (2 pax). for changes please call +354 5686600.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Njarðvík

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Hallgrímur Mar

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Einar Lars (Lassi)

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Adam Páls sá getur vælt

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Wayne Rooney

Sætasti sigurinn: Leiknir Reykjavik 2022

Mestu vonbrigðin: að falla í fyrra eða tapa úrslitaleik í bikarnum með 2. flokki 2022

Uppáhalds lið í enska: Man U

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: myndi ekki hata það að fá Gylfa til okkar

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ég

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Frans Elvarsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Kristrún Blöndal

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Valur Þór

Uppáhalds staður á Íslandi: Sunny Kef

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: það var chippað boltanum framhjá mér og ég sló boltann. Fékk verðskuldað gullt spjald

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ekkert þannig

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Jújú mæti stundum á körfuboltaleiki hjá keflavik

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: er ekkert fastur í einni tegund en Nike mercurial eru bestir

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: flest öllu

Vandræðalegasta augnablik: 3 innköst upp í þak í Reykjaneshöllini í fyrri hálfleik í 2. flokksleik

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Tvíburana Aron og Val, Val uppá stemmingu og ruglið í honum, svo fæ eg aron til að smíða hús fyrir okkur. Og Sindra Snæ fyrir reynsu í hópinn.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Gabríel Aron og Alex Reynis fara í Got Talent og dansa. Sjúkt nýliða atriði frá þeim á Spáni

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: besti leikmaður HKR (handboltaknattleiksfélag Reykjanesbæjar) 2013

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ásgeir Helgi. Topp eintak

Hverju laugstu síðast: að ég væri að gera verkefnið í tíma

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: OJ Simpson, gerðiru það?
Athugasemdir
banner