Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   mán 29. apríl 2024 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Ólafur Örn Ásgeirsson (Völsungur)
Ólafur Örn Ásgeirsson.
Ólafur Örn Ásgeirsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Helvíti seigur.
Helvíti seigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vel þreyttur.
Vel þreyttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sá efnilegasti.
Sá efnilegasti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob Gunnar Sigurðsson.
Jakob Gunnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albi fær með á eyðieyjuna.
Albi fær með á eyðieyjuna.
Mynd: Völsungur
Það styttist í að 2. deild karla fari af stað og erum við á Fótbolta.net byrjaðir að birta spá þjálfara fyrir deildina. Völsungi er spáð níunda sætinu í deildinni.

Ólafur Örn Ásgeirsson er efnilegur markvörður sem er á láni hjá Völsungi frá HK. Ólafur Örn, sem er fæddur árið 2003, er alinn upp hjá HK en hann hefur einnig verið á mála hjá Þrótti Vogum og ÍR á sínum ferli. Núna er hann mættur í Völsung þar sem hann kemur til með að fá dýrmæta leikreynslu.

Í dag sýnir Ólafur Örn á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Ólafur Örn Ásgeirsson

Gælunafn: Óli

Aldur: 21

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Lék minn fyrsta meistaraflokksleik með Ými árið 2020 á móti Uppsveitum. Var 3-1 sigur en man lítið úr þeim leik.

Uppáhalds drykkur: Nocco

Uppáhalds matsölustaður: Serrano og XO

Hvernig bíl áttu: Keyri um á Kia Rio

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei ekki eins og er.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: vaktirnar eru frábærar seríur.

Uppáhalds tónlistarmaður: Kanye West/Aron Can.

Uppáhalds hlaðvarp: Doc, þungavigtin og beint í bílinn

Uppáhalds samfélagsmiðill: TikTok

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fer alltaf beint inn á .net

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann vel fyndinn.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Sofnaður? Frá vini mínum.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Færi aldrei i blika.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Hákon Haralds helvíti seigur i bolta.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ómar Ingi og svo Sandor besti markmannsþjálfarinn á landinu.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Valgeir Valgeirs, vel þreyttur á æfingum þegar hann var i HK.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Steven Gerrard, horfði mikið á hann á mínum yngri árum

Sætasti sigurinn: 3-2 sigur á móti KR í 2.fl, vorum 2-1 undir á 89 mín fáum víti sem ég skora úr og vinnum leikinn á 90+5. Alvöru senur.

Mestu vonbrigðin: félagsskiptin yfir í Vogana, fékk færri sénsa heldur en ég átti von á.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri til í að fá Hákon Frey leikmann Ýmis norður í land.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Birnir Breki.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: AP24

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Nadía Atla

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Jakob Gunnar

Uppáhalds staður á Íslandi: Kórinn í miklu uppáhaldi.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Varði 2 víti frá sama leikmanninum

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei, er ekki með neina hjátrú tengda fótbolta.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, fylgist með úrslitakeppninni i körfunni og hef gaman af pílunni líka.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Vapor.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Ljóðagreiningin var helvíti leiðinleg og tilgangslaust að læra um ljóðagreiningu.

Vandræðalegasta augnablik: Fékk að taka aukaspyrnu með 2.fl þar sem ég sagðist vera frábær í aukaspyrnum, endaði á því að spyrnan var skelfileg og lengst yfir markið.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Myndi taka Albi og Jakob til að hafa stemninguna upp á 10, svo þarf maður reynsluna til að komast af eyjunni og Steinþór Freyr yrði fyrir valinu.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Væri gaman að sjá Jakob Gunnar í Love Island, alvöru höstler og myndi vinna seríuna.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig:

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Eiður Atli, seigur í bolta, en gæinn er vel heimskur og bullar endalaust.

Hverju laugstu síðast: Að ég ætlaði í kalda pottinn með Arnar markmanni HK.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: upphitun/hlaup án bolta

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Jurgen Klopp um að taka 1-2 ár í viðbót með Liverpool
Athugasemdir
banner