Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mán 29. apríl 2024 20:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Albert innsiglaði sigurinn og veru Genoa í deildinni
Mynd: EPA

Genoa 3 - 0 Cagliari
1-0 Morten Thorsby ('17 )
2-0 Morten Frendrup ('27 )
3-0 Albert Guðmundsson ('63 )


Albert Guðmundsson skoraði fjórtánda mark sitt fyrir Genoa í kvöld þegar liðið vann Cagliari og gulltryggði áframhaldandi veru sína í Seríu A á næstu leiktíð.

Albert var að venju í byrjunarliðinu en hann skoraði þriðja mark liðsins þegar hann átti misheppnaða sendingu sem endaði sem betur fer fyrir hann hjá Morten Frendrup sem lagði boltann aftur á Albert sem skoraði að öryggi og innsiglaði sigur liðsins.

Frábær árangur hjá Alberti og Genoa sem er nýliði í deildinni eftir að hafa hafnað í 2. sæti í Seríu B á síðustu leiktíð.

Genoa á m.a. eftir að mæta AC Milan og Roma í tveimur af síðustu fjórum leikjum liðsins á tímabilinu.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 36 29 5 2 86 19 +67 92
2 Milan 36 22 8 6 72 43 +29 74
3 Bologna 36 18 13 5 51 27 +24 67
4 Juventus 36 18 13 5 49 28 +21 67
5 Atalanta 35 19 6 10 65 39 +26 63
6 Roma 36 17 9 10 63 44 +19 60
7 Lazio 36 18 5 13 47 37 +10 59
8 Fiorentina 35 15 8 12 53 40 +13 53
9 Napoli 36 13 12 11 53 46 +7 51
10 Torino 36 12 14 10 33 32 +1 50
11 Genoa 36 11 13 12 43 44 -1 46
12 Monza 36 11 12 13 39 48 -9 45
13 Lecce 36 8 13 15 32 52 -20 37
14 Verona 36 8 10 18 34 48 -14 34
15 Udinese 36 5 18 13 35 52 -17 33
16 Cagliari 36 7 12 17 38 65 -27 33
17 Frosinone 36 7 11 18 43 68 -25 32
18 Empoli 36 8 8 20 26 52 -26 32
19 Sassuolo 36 7 8 21 42 72 -30 29
20 Salernitana 36 2 10 24 28 76 -48 16
Athugasemdir
banner
banner
banner