Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mán 29. apríl 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Kane var efstur á lista Ancelotti en forsetinn sagði nei
Harry Kane
Harry Kane
Mynd: Getty Images
Ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti vildi fá Harry Kane frá Tottenham í sumar en Florentino Perez, forseti Real Madrid, kom í veg fyrir félagaskiptin.

Kane var heitasti bitinn síðasta sumar. Hann var helst orðaður við Bayern München, Manchester United og Real Madrid, en endaði á að semja við Bayern.

Sú kaup hafa skilað sér ágætlega ef við tölum um einstaklingsframmistöðu en tímabilið hjá liðinu verið langt undir væntingum, þó það sé komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Hann er með 35 mörk í þýsku deildinni og stefnir að því að bæta markamet Robert Lewandowski, sem skoraði 41 mark fyrir Bayern, á næst síðasta tímabili sínu með liðinu.

Relevo segir frá því að Ancelotti vildi fá Kane til að koma í stað Karim Benzema síðasta sumar. Það hefði hins vegar þýtt að Jude Bellingham færi annað og ákvað Perez því að koma í veg fyrir félagaskipti Kane.

Perez hugsaði það einnig að hann vildi fá Kylian Mbappe frá Paris Saint-Germain og var því meira en tilbúinn að láta liðið spila án þess að hafa hreinræktaðan framherja í eitt tímabil.

Mbappe mun væntanlega ganga í raðir Real Madrid í sumar á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain.
Athugasemdir
banner
banner