Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
banner
   mán 29. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Karius fer frá Newcastle í sumar
Mynd: Getty Images
Þýski markvörðurinn Loris Karius yfirgefur Newcastle United í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út en þetta segir Fabrizio Romano á X.

Karius kom til Newcastle United á frjálsri sölu fyrir tveimur árum eftir að hafa verið á mála hjá Liverpool.

Á þessum tveimur árum hefur hann aðeins spilað tvo leiki. Fyrsti leikur hans fyrir félagið var í úrslitaleik enska deildabikarsins á síðasta ári, en Nick Pope var í banni á meðan Martin Dubravka mátti ekki spila leikinn.

Karius gerði vel í leiknum og varði átta skot. Fékk hann mikið hrós fyrir þrátt fyrir 2-0 tap.

Annar leikurinn sem hann spilaði var í 4-1 tapinu gegn Arsenal í deildinni í febrúar og var það líklega hans síðasti leikur því hann mun yfirgefa Newcastle í sumar þegar samningur hans rennur út.

Fabrizio Romano greinir frá þessu á X en ekki er ljóst hvert hann mun fara. Karius er í sambandi með ítölsku íþróttafréttakonunni Diletta Leotta og eiga þau barn saman, því gæti hugur hans leitað til Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner