Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mán 29. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Miðjumaður Betis sagður á leið til Barcelona
Guido Rodriguez í leik með Argentínu
Guido Rodriguez í leik með Argentínu
Mynd: EPA
Argentínski miðjumaðurinn Guido Rodriguez er að ganga í raðir Barcelona frá Real Betis en þetta segir spænski miðillinn Sport.

Rodriguez er þrítugur og einn af bestu mönnum Betis en hann hefur verið á mála hjá félaginu frá 2019.

Frá því hann samdi við Betis hefur hann spilað 28 landsleiki með Argentínu og var hann meðal annars í hópnum sem vann HM í Katar fyrir tveimur árum.

Sport greinir frá því að Barcelona hafi mikinn áhuga á að semja við Guido sem verður samningslaus í sumar.

Samkvæmt fréttinni eru viðræður komnar langt á veg og er líklegra en ekki að hann verði kynntur eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner