Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mán 29. apríl 2024 20:24
Elvar Geir Magnússon
Táningurinn sem jafnaði fyrir Fram fer til FCK í sumar
Viktor skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild.
Viktor skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 VIktor í bikarleik á dögunum.
VIktor í bikarleik á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn fimmtán ára gamli Viktor Bjarki Daðason skoraði jöfnunarmark Fram gegn Val í Bestu deildinni í kvöld. Þessi gríðarlega efnilegi strákur gengur í raðir FC Kaupmannahafnar í sumar.

Danska félagið tryggði sér Viktor á síðasta ári en hann verður formlega orðinn leikmaður þess í sumar, þegar hann verður orðinn sextán ára gamall.

Viktor er þriðji yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi, Eiður Smári Guðjohnsen er sá yngsti.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Fram

Viktor mun fyrst fara inn í akademíuna hjá FCK. Markmið hans er svo að komast inn í aðalliðið „og ég vil standa mig mjög vel þar. Ég vil standa mig vel í akademíunni og komast lengra í fótboltanum," sagði Viktor í viðtali við Fótbolta.net í lok janúar.

Njósnarar frá FCK fylgdust með Viktori spila gegn Ungverjum með U15 landsliðinu í ágúst í fyrra. Viktor skoraði fyrra mark leiksins og Gunnar Olsen, sem er einnig kominn til FCK, seinna markið.

„Ungverjaleikurinn var mjög góður hjá mér. Ég skoraði og Gunnar skoraði líka. Draumaleikur fyrir okkur báða."

„Ég sá njósnarana upp í stúku og vissi fyrir leikinn að þeir væru að koma. Sem betur fer setti ég allt í þennan leik. Það var hvatning að vita að ég gæti farið til FCK ef ég væri góður í þessum leik."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner