„Maður var orðin mjög stressaður undir restina og mjög óþægilegt að sitja á bekknum og fylgjast með þessu en strákarnir sigldu þessu heim, þvílík barátta og hrikalega sterkur sigur fyrir okkur.“ Sagði Pálmi Rafn Pálmason fyrirliði KR um lokamínútur leiksins þegar KR bara 3-2 sigurorð gegn FH í Kaplakrika í kvöld en Pálma sem byrjaði leikinn var skipt af leikvelli eftir klukkustundar leik.
Lestu um leikinn: FH 2 - 3 KR
KR mætti af miklum krafti inn í leikinn og komst yfir snemma leiks með marki Kjartans Henry Finnbogasonar.
„Við ætluðum að koma af krafti inn í leikinn, að skora snemma er auðvitað gott fyrir okkur og slæmt fyrir þá og við vitum það alveg að þegar gengið er ekki gott er vont að fá mark á sig snemma.“
Pálma var eins og áður segir skipt af leikvelli eftir klukkustundarleik en nú fer í hönd landsleikjahlé og langt er í næsta leik. Eru eldri og reyndari menn KR líkt og Pálmi hvildinni fegnir eftir 9 leiki spilaða frá 19.apríl?
„Já já en við erum þó búnir að rúlla þokklega vel á liðinu og erum með rosalega sterkann bekk og góðan hóp núorðið. Það var nú þannig í dag að þrátt fyrir góða hvíld framundan.“
Sagði Pálmi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir