Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   fim 29. maí 2025 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Láki fann fyrir létti: Vicente breytti leiknum
,,Mikill léttir"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Már Árnason, betur þekktur sem Láki, var kátur eftir endurkomusigur ÍBV gegn FH í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 FH

ÍBV var 0-1 undir í leikhlé en tókst að snúa stöðunni við í síðari hálfleik svo lokatölur urðu 2-1. Þetta tókst Vestmannaeyingum þrátt fyrir mikla yfirburði FH í fyrri hálfleik og góð færi á báða bóga eftir leikhlé.

„Það er mikill léttir að landa þessum sigri," er það fyrsta sem Láki sagði eftir sigurinn dýrmæta, sem kemur ÍBV alla leið upp í 6. sæti deildarinnar eftir að liðið hafði verið í neðsta sæti í hálfleik.

Eyjamenn eiga 11 stig eftir 9 umferðir í gríðarlega þéttum pakka eftir æsispennandi byrjun á Bestu deildinni.

„Mér fannst þetta jafn leikur nánast allan tímann en okkur langaði þetta meira. Leikmennirnir sem komu inn af bekknum gerðu gæfumuninn. Vicente (Valor) breytti leiknum, hann var svo rólegur á boltanum. Við töpuðum boltanum alltof mikið í fyrri hálfleik.

„Á endanum fannst mér við eiga skilið að sigra. Ég er gríðarlega ánægður með hugarfarið í dag, við vorum vinnusamir en það vantaði gæðin hjá okkur sérstaklega í fyrri hálfleik. Við töpuðum alltof mikið af boltum."


Láki ræddi svo um meiðslavandræði ÍBV og annað í viðtalinu sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner