Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   þri 30. apríl 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri sá yngsti í 15 ár til að skora þrennu í Danmörku
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Eins og vel hefur verið fjallað um, þá átti Orri Steinn Óskarsson magnaðan leik í dönsku úrvalsdeildinni um liðna helgi.

Hann skoraði þrennu þegar FC Kaupmannahöfn vann sigur gegn AGF frá Árósum.

Orri kom inn á fyrir meiddan Andreas Cornelius eftir 52 mínútur og sú skipting breytti leiknum algjörlega.

Þetta er fyrsta þrenna Orra í dönsku úrvalsdeildinni en Tipsbladet í Danmörku vekur athygli á því að Orri Steinn sé yngsti leikmaðurinn í 15 ár til að skora þrennu í deildinni.

Orri var 19 ára og 243 daga gamall síðastliðinn sunnudag.

Hann er þá fyrsti leikmaðurinn síðan 2021 til að skora þrennu í dönsku úrvalsdeildinni eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Frábær dagur fyrir Orra sem er gríðarlega efnilegur sóknarmaður.
Athugasemdir
banner
banner