Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   fös 30. maí 2025 21:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
Ekki áhyggjufullur þrátt fyrir níu leiki í röð án sigurs
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Að einhverju leyti voru þetta sanngjörn úrslit en það var fúlt að fá þetta mark á okkur í lokin," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, eftir 1-1 jafntefli gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Ísland spilaði lengi vel mjög vel í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum.

Lestu um leikinn: Noregur 1 -  1 Ísland

„Við erum mjög ánægð með fyrri hálfleikinn og við náðum að stýra mörgu í leiknum þá. Við náðum að halda þeim frá markinu og skapa okkur líka. Það var kafli í seinni hálfleik þar sem við áttum í erfiðleikum með að spila út úr pressunni hjá þeim. Svo fannst mér við smásaman ná að gera það vel og náðum að skapa góðar stöður. Ég var ánægður með kafla í seinni hálfleik líka," segir Steini.

Íslenska liðið fékk fín færi til að komast í 2-0 áður en Noregur jafnar. Þar á meðal átti Sveindís Jane Jónsdóttir hælspyrnu sem endaði næstum því í markinu.

„Ég meira að segja hélt að hann væri kominn inn. Ég var með smá asnalegt sjónarhorn af þessu. Það var vel gert og Agla María gerði vel þarna. Ég var ánægður með hennar innkomu. Heilt yfir var frammistaðan hjá liðinu góð. Það var dugnaður og hugrekki í liðinu," sagði landsliðsþjálfarinn.

Stelpurnar hafa núna farið í gegnum níu leiki í röð án sigurs. Síðasti sigurleikurinn kom síðasta sumar. Er það áhyggjuefni?

„Nei, ekki miðað við frammistöðuna. Auðvitað viljum við alltaf vinna og það er fúlt að ná ekki að vinna svona marga leiki í röð. Mér finnst frammistaðan hafa verið fín í leikjum undanfarið. Við höfum sýnt góða leiki. Ég er ekki áhyggjufullur en núna snýst þetta um að spila til sigurs gegn Frökkum og sjá hverju það skilar okkur. Svo er stórmót eftir það og vonandi náum við sigurgöngu þar," sagði Steini en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner