Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   mán 30. október 2023 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Messi bestur í heimi - Emi Martínez besti markvörðurinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Lionel Messi hefur unnið Gullknöttinn eftirsótta í áttunda skiptið á ferlinum og er þar með búinn að tryggja sér eilífðarforystu á Cristiano Ronaldo, sem er 'einungis' með fimm Gullknetti á hillunni.

Það eru fréttamenn frá 100 mismunandi löndum sem kjósa um verðlaunin og er niðurstaðan sú að Messi var besti fótboltamaður heims tímabilið 2022-23, þegar honum tókst loksins að leiða Argentínu til sigurs á heimsmeistaramótinu. Auk þess vann hann frönsku deildina með PSG þar sem hann kom að 32 mörkum í 32 leikjum á deildartímabilinu.

Messi er vel að þessu kominn en það voru margir sem vildu sjá Erling Braut Haaland hreppa verðlaunin eftir að hann vann þrennuna með Manchester City og bætti markamet ensku úrvalsdeildarinnar á sinni fyrstu leiktíð þar.

Haaland endar í öðru sæti í kjörinu og er Kylian Mbappé, kantmaður PSG og franska landsliðsins, í þriðja sæti.

Þá var Emiliano Martínez, landsliðsmarkvörður Argentínu og markvörður Aston Villa, heiðraður sem besti markvörður heims.

Hann hlýtur Lev Yashin verðlaunin og er Ederson í öðru sæti eftir frábært tímabil með Man City. Yassine Bounou, sem vann Evrópudeildina með Sevilla en er búinn að skipta yfir til Al-Hilal í Sádí-Arabíu, endar í þriðja sæti.

Thibaut Courtois, sem vann Yashin verðlaunin í fyrra, er í fjórða sæti með Marc-Andre ter Stegen í fimmta sæti. André Onana, Dominik Livakovic, Aaron Ramsdale, Mike Maignan og Brice Samba eru einnig í topp 10.

Norski framherjinn Haaland fær Gerd Müller verðlaunin fyrir að vera markahæsti leikmaður síðustu leiktíðar, þar sem hann skoraði 56 mörk fyrir Man City og norska landsliðið þrátt fyrir að Noregur hafi ekki komist á HM.

Man City fær þá verðlaun fyrir að vera besta fótboltafélag heims tímabilið 2022-23, eftir að hafa unnið sögulega þrennu undir stjórn Pep Guardiola.

David Beckham, einn eigenda Inter Miami, kynnti stórstjörnuna sína sem sigurvegara.

Sjáðu frá verðlaunaafhendingunni

Topp 30:
1. Lionel Messi (Inter Miami/Argentina)
2. Erling Haaland (Manchester City/Norway)
3. Kylian Mbappe (PSG/France)
4. Kevin De Bruyne (Manchester City/Belgium)
5. Rodri (Manchester City/Spain)
6. Vinicius Jr (Real Madrid/Brazil)
7. Julian Alvarez (Manchester City/Argentina)
8. Victor Osimhen (Napoli/Nigeria)
9. Bernardo Silva (Manchester City/Portugal)
10. Luka Modric (Real Madrid/Croatia)
11. Mohamed Salah (Liverpool/Egypt)
12. Robert Lewandowski (Barcelona/Poland)
13. Yassine Bounou (Sevilla/Morocco)
14. Ilkay Gundogan (Barcelona/Germany)
15. Emi Martinez (Aston Villa/Argentina)
16. Karim Benzema (Al-Ittihad/France)
17. Khvicha Kvaratskhelia (Napoli/Georgia)
18. Jude Bellingham (Real Madrid/England)
19. Harry Kane (Bayern Munich/England)
20. Lautaro Martinez (Inter Milan/Argentina)
21. Antoine Griezmann (Atletico Madrid/France)
22. Kim Min-jae (Bayern Munich/South Korea)
23. Andre Onana (Manchester United/Cameroon)
24. Bukayo Saka (Arsenal/England)
25. Josko Gvardiol (Manchester City/Croatia)
26. Jamal Musiala (Bayern Munich/Germany)
27. Nicolo Barella (Inter Milan/France)
= 28. Randal Kolo Muani (PSG/France)
= 28. Martin Odegaard (Arsenal/Norway)
30. Ruben Dias (Manchester City/Portugal)


Enski boltinn - Agalegt ástand og grjóthörð fermingargjöf
Athugasemdir
banner
banner