Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   mið 31. október 2018 17:39
Elvar Geir Magnússon
Kristófer Reyes til Filippseyja á landsliðsæfingar
Kristófer Jacobson Reyes.
Kristófer Jacobson Reyes.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Reyes, varnarmaður Fram, er á leið til Filippseyja þar sem honum var boðið að mæta á landsliðsæfingar.

„Ég fékk skilaboð frá þjálfarateyminu þar sem þeir buðu mér að koma út á æfingar með landsliðinu þar sem ég á filipseyskan föður og því löglegur í þeirra landslið," segir Kristófer í samtali við Fótbolta.net.

Þessi 21 árs leikmaður spilaði nítján leiki með Fram í Inkasso-deildinni í sumar en hann hefur einnig leikið með Víkingi Ólafsvík.

„Þetta byrjaði fyrst fyrir um það bil ári síðan þegar Ray Anthony hafði samband við mig og spurði mig hvort ég hefði áhuga á þessu. Svo fyrir tveimur vikum síðan þá fór þetta aftur að rúlla."

Ray Anthony Jónsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, spilaði með landsliði Filippseyja. Sem stendur eru Filippseyjar í 116. sæti á styrkleikalista FIFA.

„Það stóð til boða að spila æfingaleik með einu af topp liðunum þarna í Filippseyjum en því miður næst það ekki í þessari ferð," segir Kristófer en óvíst er hvort hann verði áfram hjá Fram.

„Ég er samningslaus eins og er en ég mun setjast niður og fara yfir það um leið og ég kem heim aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner