fim 31. desember 2020 13:40
Aksentije Milisic
Owen hissa á að Mane lét sig ekki falla
Umrædda atvik.
Umrædda atvik.
Mynd: Getty Images
Michael Owen, fyrrverandi leikmaður Liverpool og sparkspekingur, segist vera hissa á því að Sadio Mane hafi ekki látið sig falla þegar markvörður Newcastle, Karl Darlow, hélt utan um löppina hans í markalausu jafntefli Newcastle og Liverpool í gær.

Darlow var heppinn að Paul Tierney, dómari leiksins, hafi ekki bent á punktinn þegar Darlow tók utan um löppina á Mane, sem virtist vera fara skjóta boltanum í opið markið.

Þetta varð til þess að Fabian Schar komst að marklínunni og náði að bjarga því að boltinn færi inn. Liverpool hefur nú gert tvö jafntefli í röð.

„Ég er steinhissa á því að Mane hafi ekki öskrað á dómarann og beðið um vítaspyrnu. Ég er líka hissa á því að hann hafi ekki látið sig falla þarna," sagði Owen.

„Hann tekur utan um löppina hans og það er klárt. Það er hins vegar hægt að rífast um það hvort hann hefði náð að pota boltanum inn."

Liverpool er á toppi deildarinnar með þremur stigum meira en erkifjendurnir í Manchester United. Liverpool hefur spilað einum leik meira.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner