Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   mið 01. maí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Efnileg framlengir á Seltjarnarnesi
Mynd: Grótta
Hin 16 ára gamla Arnfríður Auður Arnarsdóttir hefur framlengt samning sinn við Gróttu til 2026.

Arnfríður, eða Aufí eins og hún er oftast kölluð, er ein efnilegasta fótboltakona landsins.

Hún lék sinn fyrsta deildarleik með Gróttu fyrir tveimur árum, þá aðeins 14 ára gömul. Ekki nóg með það þá skoraði hún fjögur deildarmörk í sex leikjum það sumarið.

Á síðasta ári spilaði hún stærra hlutverk í liðinu sem hafnaði í 4. sæti Lengjudeildarinnar. Var hún meðal annars tilnefnd í lið ársins hér á Fótbolta.net, en þá skoraði hún 7 mörk í 16 deildarleikjum.

Aufí verður áfram á Seltjarnarnesi en í gær skrifaði hún undir nýjan samning við Gróttu sem gildir út 2026.

„Það eru mikil gleðitíðindi að Aufí hafi ákveðið að framlengja. Ég tel að það sé enn ein vísbendingin um að Grótta sé góður staður fyrir ungt og efnilegt knattspyrnufólk til að blómstra og bæta sig. Það er ekki hugmyndin að Aufí spili með Gróttu um árabil en við viljum hjálpa henni að undirbúa sig eins vel og kostur er fyrir fótbolta á hæsta stigi. Aufí þarf að leggja hart að sér til að láta drauma sína rætast og Gróttusamfélagið stendur við bakið á henni,“ sagði Magnús Örn Helgason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Gróttu, við undirskrift.
Athugasemdir
banner
banner
banner