Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   mið 01. maí 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Mjólkurbikar kvenna og opnunarleikur Lengjudeildarinnar
Grindavík og Fjölnir mætast í Víkinni
Grindavík og Fjölnir mætast í Víkinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Grindavíkur mætir KR í bikarnum
Kvennalið Grindavíkur mætir KR í bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það er skemmtileg dagskrá í íslenska boltanum í dag en spilað er í Mjólkurbikarnum, opnunarleikur Lengjudeildar karla fer fram og þá er spilað til úrslita í Lengjubikarnum.

Fimm leikir fara fram í 2. umferð í Mjólkurbikar kvenna. ÍBV mætir Aftureldingu í hörkuleik og þá eigast Grindavík og KR við í Víkinni.

Fram spilar við ÍH, Einherji mætir FHL og þá heimsækir ÍA lið Fjölnis í Egilshöll.

Lengjudeild karla hefst. Grindavík spilar við Fjölni klukkan 19:15 í Víkinni. Það er öflug dagskrá í Víkinni í dag á svokölluðum Grindavíkurdegi.

Ýmir og Árborg mætast þá í úrslitaleik C-deildar Lengjubikarsins en hann fer fram í Kórnum og hefst klukkan 14:00.

Leikir dagsins:

Mjólkurbikar kvenna
12:00 Fram-ÍH (Lambhagavöllurinn)
13:30 Einherji-FHL (Greifavöllurinn)
14:00 Fjölnir-ÍA (Egilshöll)
14:00 ÍBV-Afturelding (Hásteinsvöllur)
16:00 Grindavík-KR (Víkingsvöllur)

Lengjudeild karla
19:15 Grindavík-Fjölnir (Víkingsvöllur)

Lengjubikar karla - C-deild, úrslit
14:00 Ýmir-Árborg (Kórinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner